Bjarni Benediktsson sagði í Silfri Ríkisútvarpsins rétt fyrir hádegi að honum litist ágætlega á sameiningu Kviku og Íslandsbanka ef hún bæti lánskjör eins og sagt að hún muni gera.

„Mér líst vel á allt sem er til þess fallið að bæta láns­kjör, eins og menn segja að muni ger­ast í slík­um sam­einuðum banka, sem á að geta skilað sér til heim­ila og fyr­ir­tækja. Hag­kvæm­ari rekst­arein­ing­ar er eitt­hvað sem ég held að okk­ar sam­fé­lag muni njóta góðs af.

Á hinni voga­skál­inni er auðvitað skert­ari sam­keppni, færri aðilar markaði, en það eru tak­mörk fyr­ir því hvað okk­ar sam­fé­lag ber marg­ar stór­ar fjár­mála­stofn­an­ir.“

Bjarni benti á það, að ef stjórn taki vel í sameiningu þá muni Samkeppniseftirlitið taka málið fyrir.

Málsmeðferðin löng og þetta gæti tekið eitt til tvö ár.

„Ég held að það geri sér all­ir grein fyr­ir því að Sam­keppnis­eft­ir­litið mun þurfa að hafa á þessu skoðun. Það sem ég hef helst áhyggj­ur af er að það taki lang­an tíma eins og stærri mál hafa haft til­hneig­ingu til þess að gera. Þess vegna séum við að ræða hér mál sem ekki fá­ist botn í fyrr en eft­ir eitt til tvö ár.“