Einn nýr hefur boðið sig fram til stjórnar Símans hr. fyrir aðalfund félagsins fimmtudaginn 21. mars næstkomandi.

Stjórn Símans nú er skipuð þeim Bertrand B. Kan, formanni stjórnar, Helgu Valfells, varaformanni stjórnar, Birgi S. Bjarnasyni, Ksenia Nekrasova og Sylvíu Kristínu Ólafsdóttur. Bertrand og Birgir voru fyrst kjörnir í stjórn félagsins á aðalfundi 2016 en aðrir stjórnarmenn voru fyrst kjörnir í stjórn á aðalfundi félagsins 15. mars 2018.

Birgir S. Bjarnason býður sig ekki fram nú, e n Viðskiptablaðið sagði frá því í byrjun desember að hann viki úr stjórninni vegna ákæru á hendur honum um skattsvik. Í hans stað kemur Bjarni Þorvarðarson forstjóri Coripharma, en sjálfkjörið er í stjórnina.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í desember hyggst félagið hefja lyfjaframleiðslu í gömlu lyfjaverksmiðju Actavis í Hafnarfirði. Bjarni er einnig í stjórn Matorku sem og stjórnarformaður félagsins Blue Vacations Iceland/Stök Gulrót ehf. samkvæmt Linkedin síðu Bjarna .

Þau Jensína Kristín Böðvarsdóttir og Steinunn Kristín Þórðardóttir bjóða sig áfram fram í tilnefningarnefnd félagsins en auk þess situr fyrrnefndur Bertrand einnig í nefndinni fyrir hönd stjórnar.