Skuldir ríkisins nema 1.515 milljörðum króna sem er 80% af vergri landsframleiðslu. Fjárlög ársins 2014 voru kynnt í dag og þar fór Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, yfir skuldastöðuna. Stefnt er að því að skuldir ríkissjóðs fari undir 80% af vergri landsframleiðslu.

VB Sjónvarp ræddi við Bjarna.