*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 8. febrúar 2019 13:50

Bjarni klífur Everest

Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood International, hyggst klífa Everest í næsta mánuði.

Ritstjórn

Bjarni Ármannsson, fyrrverandi bankastjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood International, hyggst klífa Everest í næsta mánuði. Þetta staðfesti Bjarni í samtali við Viðskiptablaðið.

Bjarni hefur áður greint frá því í fjölmiðlum að hann sé mikill áhugamaður um fjallgöngur og hefur hann meðal annars klifið hæsta fjall Suðurskautlandsins, Mt. Vinson. Nú bætir Bjarni um betur og glímir við hæsta fjall jarðar.