Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti frumvarp til fjáraukalaga á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Nokkuð hefur verið gagnrýnt að undanförnu hversu seint fjáraukalagafrumvarpið er lagt fram. Sá sem hefur gagnrýnt þennan seinagang einna mest er Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra, sem hefur kallað eftir frumvarpinu á Alþingi.

Búast má við því að frumvarpið verði svo kynnt í þingflokkum ríkisstjórnarinnar og í framhaldinu muni fjármálaráðherra svo mæla fyrir því á Alþingi.