Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar, sem fram fara þann 28. október næstkomandi, var samþykktur á fjölmennum fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í Valhöll í kvöld. Listinn er mjög svipaður og fyrir ári síðan. Af þeim tíu efstu er þó ein breyting en hún er sú að Vilhjálmar Bjarnason, formaður hagsmunasamtaka heimilanna, er ekki á lista en hann skipaði 7. sætið í fyrra.

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi:

  1. Bjarni Benediktsson,  forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
  2. Bryndís Haraldsdóttir alþingismaður.
  3. Jón Gunnarsson alþingismaður.
  4. Óli Björn Kárason alþingismaður.
  5. Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður.
  6. Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi og varaþingmaður.
  7. Kristín María Thoroddsen, flugfreyja og ferðamálafræðingur.
  8. Katrín Ósk Ásgeirsdóttir háskólanemi.
  9. Tinna Dögg Guðlaugsdóttir lögfræðingur.
  10. Hrefna Kristmannsdóttir, jarðefnafræðingur og prófessor emeritus.
  11. Davíð Þór Viðarsson, viðskiptafræðingur og knattspyrnumaður.
  12. Bylgja Bára Bragadóttir sölustjóri.
  13. Unnur Lára Bryde, flugfreyja og bæjarfulltrúi.
  14. Guðmundur Gísli Geirdal sjómaður.
  15. Þorgerður Anna Arnardóttir aðstoðarskólastjóri.
  16. Bergur Þorri Benjamínsson,viðskiptafræðingur.
  17. Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður FÍN.
  18. Hilmar Jökull Stefánsson menntaskólanemi.
  19. Þórhildur Gunnarsdóttir, verkfræðinemi og handknattleikskona.
  20. Kristján Jónas Svavarsson stálvirkjasmíðameistari.
  21. Sveinn Óskar Sigurðsson framkvæmdastjóri.
  22. Gyða Ragnheiður Stefánsdóttir lögfræðingur.
  23. Ásgeir Einarsson stjórnmálafræðingur.
  24. Erling Ásgeirsson, fyrrverandi formaður bæjarráðs.
  25. Erna Nielsen, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar.
  26. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi alþingismaður.