Frumvarp um séreignasparnað markar ákveðin tímamót verði það að lögum, að mati Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Hann mælti fyrir frumvarpi um skuldaniðurfellingu verðtryggðra íbúðalána á Alþingi í gær.

Fréttablaðið fjallar um frumvarpið í dag. Þar er haft eftir stjórnarandstæðingum hvað séreignasparnaðinn snertir að frumvarpið nýtist betur tekjuháum en tekjulágum. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, hafi bent á að alþingismaður með 700 þúsund krónur á mánuði geti fullnýtt þessa heimild og fengið út úr því 600 þúsund króna skattafafslátt. Á sama tíma fengi einhleypingur með meðaltekjur, um 400 þúsund krónur á mánuði, einungis 300 þúsund króna skattaafslátt.