Bjarni Már Magnússon
Bjarni Már Magnússon
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Bjarni Már Magnússon hefur störf við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Bjarni Már er einn af fáum íslenskum lögfræðingum sem hafa sérhæft sig í hafrétti.

Fram kemur í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík að Bjarni Már skilaði nýverið af sér doktorsritgerð í hafrétti við Edinborgarháskóla í Skotlandi en hann mun verja hann síðar í haust.

Bjarni er með LL.M gráðu í haf- og strandarétti frá Miami háskóla í Flórida, MA próf í alþjóðasamsktipum frá HÍ og kandidatspróf í lögfræði frá sama skóla. Þá hefur Bjarni tekið þátt í ýmsum stórverkefnum á sviði þjóðaréttar á alþjóðavettvangi. Bjarni var t.a.m. í lagateymi Bangladesh gegn Myanmar í fyrsta deilumálinu sem leyst var fyrir alþjóðlegum dómstóli um landgrunnið fyrir utan 200 sjómílur. Bjarni vinnur jafnframt að undirbúningi lögsóknar Bangladesh gegn Indlandi um afmörkun hafsvæða ríkjanna fyrir alþjóðlegum gerðardómi og fyrir Japan í máli Ástralíu gegn Japan um hvalveiðar fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag.