Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kynntu í dag sérstakar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að lækka höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána.

Í kynningunni kom fram að meðalleiðréttingin hafi verið hærri en búist var við í upphafi en Bjarni segir marga þætti hafa orðið þess valdandi. Þá segir hann dreifingu umsóknanna og skuldastaða þeirra sem sóttu um hafa verið áhrifaþátt auk þess sem að gerðar voru ráðstafanir til að flýta uppgjöri leiðréttingarinnar sem hefur jákvæð áhrif á lántakendur.

Spurður að því hvort niðurstaðan hafi komið honum á óvart segir Bjarni að ánægjulegt sé að hægt hafi verið að ganga frá skuldalækkuninni jafn hratt og raun ber vitni.

VB Sjónvarp ræddi við Bjarna.