Mikilvægast er að ná jafnvægi í efnahagslífinu, óháð því hvaða gjaldmiðill notaður er á Íslandi.

Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í pallborði á flokksráðsfundi flokksins fyrir stundu aðspurður um þá umræðu sem er um gjaldmiðlamál í þjóðfélaginu um þessar mundir.

Bjarni varaði við óraunæfri umræðu um upptöku nýs gjaldmiðils hér á landi. Þá sagði hann það óábyrgt af meðlimum ríkisstjórnarinnar að tala krónuna niður á meðan hún er notaður sem gjaldmiðill á Íslandi.

Hann sagðist þó vera tilbúinn til þess að taka þátt í umræðu um gjaldmiðlamál á næstu árum, sem meðal annars gætu falið það í sér að taka upp annan gjaldmiðil, en brýnasta verkefnið væri þó að ná jafnvægi í efnahagslífinu.