Bandaríski samningatæknirinn Lee C. Buchheit  átti í síðustu viku fund með Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, og starfsmönnum fjármálaráðuneytisins um fyrirhugaðar samninga viðræður ríkisins við erlenda kröfuhafa.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag í frétt blaðsins kemur fram að ekki sé vitað hvor hafi átt frumkvæðið að fundinum, Bjarni eða Buchheit.

Buchheit var sem kunnugt er aðalsamningamaður Íslands í viðræðum við Breta og Hollendinga í Icesave deilunni og stýrði gerð hinnar svokölluðu Icesave III samninga sem síðan voru kolfellir í þjóðaratkvæðagreiðslu í apríl 2011.

Fréttablaðið rifjar í dag upp að erlendir kröfuhafar Glitnis og Kaupþings hafa ráðið Bjørn Richard Johansen, norskan sérfræðing í áfallastjórnun og almannatengslum, til að gæta hagsmuna sinna gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Johansen starfaði fyrir stjórnvöld strax eftir hrun við að samræma aðgerðir.

Áður hefur verið greint frá því að íslensk stjórnvöld hygðust ráða erlendan sérfræðing til að leiða samningaviðræður fyrir sína hönd.