Sjávarsýn, fjárfestingafélag Bjarna Ármanssonar, og UAB LVG Holding (LVG), erlent félag í eigu Kristjáns Karls Aðalsteinssonar og Litháans Vyganadas Srebalius, hafa keypt Samey Sjálvirknimiðstöð ehf., sem býður upp á heildarlausnir til sjálfvirknivæðingar. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem hefur heimilað kaupin.

Kaup Sjávarsýnar og LVG eru gerð í gegnum félagið Samey Holding ehf. sem stofnað var í nóvember 2020 vegna viðskiptanna. Sjávarsýn og LVG munu hvor um sig fara með helmingshlut í Samey Holding.

Tekjur Sameyjar sjálfvirknimiðstöðvar námu 709 milljónum króna á síðasta ári, samanborið við 567 milljnir árið 2019. Félagið hefur skilað samtals 84 milljóna króna hagnaði síðastliðin tvö ár, þar af 43,8 milljónir í fyrra. Meðalfjöldi starfsmanna árið 2020 var 23. Eigið fé nam 149 milljónum og skuldir 146 milljónum í árslok 2020.

LVG er erlent félag sem stofnað var í ár í tengslum við fyrirhugaða endurskipulagningu Lavango samstæðunnar. Félagið er í 25% eigu Kristjáns Karls Aðalsteinssonar og 75% eigu Vygandas Srebalius. Undir yfirráðum LVG eru félögin Lavango ehf., UAB Lavango engineering LT, APS CTI processing og

Lavango sérhæfir sig í sölu á búnaði og þjónustu fyrir Íslenska fiskframleiðendur. Starfsemi félagsins lýtur einkum að vinnslu- og þrifabúnaði fyrir skip, búnaði fyrir fiskvinnslur og fiskeldi, auk sérframleiðslu á tækjabúnaði. UAB Lavango engineering LT er stálsmiðja í Litháen sem framleiðir m.a. búnað til matvælaframleiðslu. APS CTI processing erdanskt félag sem selur búnað til ýmis konar matvælaframleiðslu.

Viðskiptablaðið sagði frá því fyrir skömmu að Sjávarsýn hafi hagnast um 1,6 milljarða króna á síðasta ári. Sjávarsýn fer með yfirráð í félögunum Gasfélagið ehf., Sjávarsýn fjárfestingar ehf.,2 Ísmar, Fálkinn og Sjávargrund.