Bjarni Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Framsýnar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri eignastýringar hjá Meið ehf. frá og með 1. mars nk. Bjarni hefur starfað hjá Lífeyrissjóðnum Framsýn frá árinu 1997, þar af sem framkvæmdastjóri frá árinu 2000. Áður starfaði hann hjá Landsbréfum og hefur Bjarni meira en 10 ára starfsreynslu á verðbréfamarkaði.

Bjarni er viðskiptafræðingur að mennt frá University of Bridgeport og lauk löggildingarprófi í verðbréfamiðlun árið 1998.

Meiður er fjárfestingarfélag í eigu Bakkabræðra, KB banka og nokkurra sparisjóða. Heildareignir Meiðs nema um 64 milljörðum króna og er félagið stærsti hluthafinn í KB Banka, Bakkavör Group og Medcare Flögu. Höfuðstöðvar félagsins eru að Tjarnargötu 35.