Bjarni Benediktsson fjár­málaráðherra seg­ir að það hafi verið mjög óraun­hæft að slita­bú Glitn­is gæti átt Íslands­banka og á sama tíma haft vænt­ing­ar um það, að geta tekið allt sölu­and­virði hans út úr land­inu, þegar gert væri upp við kröfu­haf­ana. Þetta kemur fram í samtali hans við mbl.is .

Fjármálaráðuneytið greindi frá því í nótt að kröfuhafar Glitnis hefðu lagt fram tillögu um stöðugleikaframlag sem gerði ráð fyrir því að allur eignarhlutur Glitnis í Íslandsbanka yrði framseldur til ríkisins. Spurður að því hvernig honum líst á tillögurnar segir Bjarni að verkefni ríkisstjórnarinnar sé að losa um höftin og að sama tíma að verja hagkerfið. „Ég tel að með þessu séum við að ná ár­angri á þeirri veg­ferð og að sjálf­sögðu er það mjög já­kvætt,“ sagði hann.

Aðspurður segist hann ekki eiga von á svipuðu útspili frá slitastjórn Kaupþings. Spurður að því hvort ríkið myndi í kjölfarið selja hlut sinn í Íslandsbanka segir Bjarni að hann sér ekki fyrir sér sem framtíðarlausn að ríkið fari með eignarhald bæði í Landsbankanum og Íslandsbanka. Áður hefur hann gefið upp áform um að selja hlut ríkisins í Landsbankanum.