Um helgina fjallaði Viðskiptablaðið um mögulega stórfellda verðhækkun á bílum vegna evrópskra staðlabreytinga.

Bílgreinasambandið lýsti áhyggjum sínum um að verðhækkun á bílum gæti numið 20 til 30 prósentum vegna nýja mengunarstaðalsins.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði í samtali við fréttir Stöðvar 2 að hans mat væri það að verðhækkun á bílum vegna þessara staðlabreytinga væri ekki í samræmi við tilgang vörugjaldslaga.

Segist hann skilja málið þannig að staðlar séu að breytast en ef hvorki mengun né vörugjöldin aukist þá muni gjöldin ekki hækka.