Einskiptiskostnaður gjörbreytti niðurstöðu ríkisreiknings 2013 frá fjárlögum sem gerir lækkun skatta að raunhæfu markmiði á næsta ári. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í samtali við VB sjónvarp.

Í fjárlögum fyrir árið 2013 hafði verið gert ráð fyrir halla upp á 19,7 milljarða króna. Síðla árs var útséð að gjöld yrðu mun hærri en áætlað var. Niðurstaðan varð sú að gjöld fóru 12,8 milljarða fram úr áætlun.

Árið 2013 stefndi því í svipaða skuldasöfnun og árið 2012, þegar hallinn varð 35,8 milljarðar. Í ljósi þess að tekjur voru 31,7 milljörðum hærri en ráðgert hafði verið varð niðurstaðan hins vegar sú að ríkisreikningur 2013 er næstum því hallalaus, eða með 732 milljón króna halla.

Um er að ræða talsvert betri niðurstöðu en fjárlög 2013 gerðu ráð fyrir, og undantekningu frá þeirri þróun að fjárlög seinustu ára séu mun lakari en áætlanir hafa sagt fyrir um. Mestu máli skipti einskiptiskostnaður upp á 24,9 milljarða sem hlaust af virðisaukningu á eignarhluta ríkissjóðs í Landsbankanum hf. og 11,9 milljarða hærri afskriftum skattkrafna en áætlað var.

VB sjónvarp tók fjármálaráðherra tali og spurði út í hvaða þýðingu þessi niðurstaða hefði fyrir fjárlög árið 2015.