Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 50 punkta í dag og eru þeir nú 6,5%, sem þýðir að þeir hafa ekki verið hærri síðan um mitt ár 2010.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tjáði sig um vaxtahækkunina á Facebook nú undir kvöld.

„Seðlabankinn sagði í morgun að allt væri öðrum að kenna, hann hefði dregið stutta stráið, launahækkanir væru umfram þær forsendur sem hann hafði gefið sér og ónægt aðhald í opinberum fjármálum. Seðlabankinn hefur vanspáð verðbólgu a.m.k. 10 sinnum í röð og virðist hafa vanmetið áhrif kjarasamninga við síðustu vaxtaákvörðun, en hafði áður sagt þá niðurstöðu mjög jákvæð tíðindi.“

Sagði Bjarni að leit að sökudólgi beindi sjónum frá aðalatriðinu, sem væri vinnumarkaðslíkanið. Það væri ónýtt líkt og hann hefði bent í stefnuræðu sinni á Alþingi árið 2017.



Ráðherra svaraði einnig skilaboðum peningastefnunefndar um lítið aðhald fjárlaga.

„Ríkisstjórnin mun áfram vinna að því að stöðva hallarekstur og skuldasöfnun,“ skrifaði Bjarni. „Við höfum ágæta stöðu til að vinna úr, hér er hagvöxtur, atvinnuleysi lítið, staða heimila sterk og tækifæri víða til sóknar næstu árin. Það er í okkar höndum að spila vel úr þeirri stöðu.“

Viðsnúngur milli funda

Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins, segir að viðsnúningur í viðhorfi bankans gagnvart kjarasamningunum í desember komi á óvart.

Fjallað er ítarlega um málið Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.