Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skrifaði knappt skot á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta lýðveldisins Íslands, á Twitter-síðu sinnu í gær.

Tíst Bjarna var á þessa leið:

Sýnist ÓRG vilja nýja forgangsröðun. Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem veisluborðin svigna?

Með tístinu gagnrýnir Bjarni svar forsetans í kvöldfréttum RÚV í gær, en hann var spurður að því hvað honum fyndist um ákvörðun stjórnarmeirihlutans þar sem tillögum stjórnarandstöðu um afturvirka bótahækkun öryrkja og aldraðra var hafnað.

Við spurningunni svarar Ólafur á þann veg að hinir öldruðu séu burðarstoð samfélagsins:

„Þeir sem hafa byggt upp þetta þjóðfélag, þá velmegun sem við njótum í dag, þá innviði þess Íslands sem við þekkjum, eru hinir öldruðu.

Við eigum þakkarskuld við þetta fólk að það geti lifað sómasamlegu lífi og hvort sem það eru aldraðir eða öryrkjar eða fólkið sem þarf að standa hérna í biðröð í kuldanum til að eiga mat fyrir sjálfan sig og börnin er auðvitað merki um það að við sem þjóð höfum ekki staðið okkur.”

Viðtalið var tekið þar sem Ólafur og Dorrit aðstoðuðu Fjölskylduhjálp við matargjafir í Reykjanesbæ í gær.