Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit stjórnarmyndunarviðræðunum við Viðreisn og Bjarta framtíð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum.

Eins og áður hefur komið fram þá er haft eftir Bjarna í tilkynningunni;

,,Ég tel að samtöl undanfarinna daga hafi leitt í ljós að það væri afar óvarlegt að leggja af stað með þann málefnagrunn sem um er rætt og nauman meirihluta inn í kjörtímabilið.  Margt segir mér að aðstæður kalli á  ríkisstjórn með breiðari skírskotun og sterkari meirihluta en þann sem þessir þrír flokkar geta boðið.  Ég útiloka ekkert fyrirfram í þeim efnum,” er haft eftir Bjarna Bendiktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum“