*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 22. maí 2013 20:37

Bjarni tekur við fjármálaráðuneytinu

Hanna Birna tekur við af Ögmundi Jónassyni sem innanríkisráðherra á morgun.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Bjarni Benediktsson verður fjármála- og efnahagsráðherra í nýrri ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem tekur við á morgun.

Hanna Birna Kristjánsdóttir verður innanríkisráðherra, Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.

Þá verður Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis og Ragnheiður Ríkharðsdóttir formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

ÞIngflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði í Valhöll í kvöld og munu ráðherraefni flokksins vera þar nú.