Bjarni Þór Bjarnason, lögmaður, hefur gengið til liðs til ADVEL lögmenn og verður hann jafnframt einn eigenda félagsins. Í fréttatilkynningu segir að Bjarni Þór hafi víðtæka reynslu af lögfræðiráðgjöf fyrir innlenda og erlenda viðskipavini og mun einkum veita viðskiptavinum ADVEL ráðgjöf í tengslum við fjárfestingar, fjármögnun fyrirtækja og skattaleg málefni.

Bjarni hefur í störfum sínum lagt mesta áherslu á félagarétt, skattaréttar og aðra fyrirtækjaráðgjöf. Hann hefur undanfarin ár m.a. starfað sem sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækisins Deloitte ehf., þar sem hann var jafnframt einn af eigendum félagsins, og sem lögmaður hjá lögmannsstofunni LOGOS .

Bjarni lauk laganámi frá Háskóla Íslands árið 2008 og framhaldsnámi ( LL.M .) við University of Southern California árið 2009. Þá hlaut Bjarni réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2011. Hann er kvæntur Helgu Elísu Þorkelsdóttur iðnaðarverkfræðingi og eiga þau saman þrjú börn.

Bjarni Þór:

„Ég hlakka mikið til að takast á við þetta nýja verkefni. ADVEL er framsækin lögmannsstofa sem byggir á gömlum grunni og hefur um árabil verið ein af leiðandi lögmannsstofum landsins á sviði fyrirtækjaráðgjafar."

Dóra Sif Tynes , faglegur framkvæmdastjóri ADVEL :

„Það mikill fengur í því fyrir okkur að fá Bjarna til liðs við okkur hjá ADVEL . Bjarni hefur víðtæka þekkingu og reynslu sem fellur vel að okkar starfsemi og þeirri þekkingu sem fyrir er hjá félaginu. Koma Bjarna mun því styðja enn betur við það markmið okkar að tryggja að viðskiptavinir okkar fái ávallt aðgang að bestu lögfræðiráðgjöf sem völ er á hverju sinni.“