Sessor hefur ráðið Bjarna Bjarkason sem sölu- og markaðsstjóra. Með ráðningunni kemur hann inn í teymi lykilstjórnenda hjá fyrirtækinu.

Bjarni starfaði áður sem viðskiptastjóri hjá Nathan & Olsen. Hann er með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands. Hann hefur einnig lokið sveinsprófi í gullsmíði og er með BA-gráðu í arkitektúr frá Listaháskóla Íslands.

„Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt og spenntur fyrir því að vinna með öflugu teymi í áframhaldandi framþróun fyrirtækisins. Það eru spennandi tímar framundan og mikil tækifæri sem felast í aukinni tæknivæðingu. Það verður ánægjulegt að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu, aðstoða þá við að ná settum markmiðum og hámarka árangur í rekstri,“ er haft eftir Bjarna .

„Við hjá Sessor erum afar ánægð með að fá einstakling eins og Bjarna til liðs við okkar sterka teymi. Bjarni er lausnamiður og hann býr yfir skapandi hugsun. Hann hefur sýnt að árangur viðskiptavina skiptir hann einlæglega máli. Áherslur og nálgun Bjarna passa því einstaklega vel að gildum og áherslum okkar,“ segir Brynjar Gunnlaugsson , framkvæmdastjóra Sessor.

Sessor er óháð ráðgjafar-og þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og stoðþjónustum sem leggur áherslu á að auka sjálfvirkni, bæta rekstraröryggi og lækka heildarrekstrarkostnað fyrirtækja. Fyrirtækið tilkynnti einnig nýlega um ráðningu á Þóroddi Björgvinssyni sem tók við sem sviðsstjóri hugbúnaðarlausna.