Bjarni Benediktsson var spurður út í málefni Lindarhvols í Silfri Ríkisútvarpsins í morgun.

Bjarni sagðist skilja það ef ríkisendurskoðun væri sjálf á móti því að greinargerð um Lindarhvol væri birt ef þetta væru vinnugögn og ekki endanleg afurð. Hann sagði að í hverju máli sé bara ein skýrsla.

Sigurður Hagalín Björnsdóttir spurði þá Bjarna hvort það væri ekki ekki einfaldast og réttast að birta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar og láta hina lýðræðislegu umræðu hafa sinn gang.

Bjarni sagði þá að það geti varla verið nokkruð í greinargerð Sigurðar sem þolir ekki dagsljósið og hann hafi ekki beitt sér gegn birtingu hennar. Málið sé á forræði forsætisnefndar.

„En ég er líka þeirrar skoðunar að það geti varla verið neitt sem þoli ekki dagsljósið.“

Í lokin sagði Bjarni:

„Það er ágætt að það komi fram að það er verið að reka dómsmál núna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem þeir sem voru ósáttir við þessa tilteknu sölumeðferð eru að fara fram á bætur, fyrir það að hafa borið skarðan hlut frá borði í samskiptum við Lindarhvol. Við skulum bara sjá hvað kemur út úr því.

Mér finnst bara ágætt að muna það í þessu máli að Lindarhvoll skilaði 75 milljörðum í ríkissjóð umfram það sem við vorum að gera ráð fyrir í upphafi. Það er veruleg fjárhæð og í raun og veru frábærlega vel að verki staðið að koma þessum eignum í verð.“

Viðskiptablaðið hefur fjallað ítarlega um málefni Lindarhvols í á fjórða ár. Haustið 2019 greindi blaðið frá því að hugsanlega hafi ríkið orðið af hálfum milljarði við söluna á gamla Exista, síðar Klakka.

Sigurður Þórðarson er þeirrar skoðunar eins og kom fram í héraðsdómi á dögnum.

Viðskiptablaðið hefur síðustu misseri reynt að fá skýrslu Sigurðar sem Bjarni Bendiktsson minnist á hér að ofan. Forsætisnefnd hefur ekki orðið við þeirri beiðni blaðsins.