Bjarni Már Magnússon, kennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík, varði í síðustu viku doktorsritgerð sína í hafrétt við Edinborgarháskóla. Hann er eini núlifandi Íslendingurinn með doktorspróf í hafrétti.

Í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík segir að það sér athyglisvert út af fyrir sig í ljósi þess að Ísland er eyja í miðju hafi og hafi háð nokkrar landgrunnsdeilur.

Bjarni Már hefur jafnframt átt mikilvægan þátt í málflutningi fyrir alþjóðlegum dómstóli vegna deilu Bangladesh og Myanmar um afmörkun hafsvæða ríkjanna.