*

mánudagur, 24. febrúar 2020
Innlent 16. maí 2014 07:56

Bjarni vildi sjálfur hætta

Bjarna Ármannssyni leist ekki á breytt eignarhald á Glitni.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Bjarni Ármannsson, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, skynjaði að breytingar væru í aðsigi með nýjum hluthöfum bankans og ákvað því að stíga frá sem bankastjóri. Nýju hluthafarnir voru m.a. FL Group, sem í janúar árið 2007, fékk heimild til að fara með allt að 33% eignarhlut í Glitni. Ný stjórn tók við bankanum i apríl árið 2007 og ákvað Bjarni að hætta. Lárus Welding tók síðan við starfi hans.

„Ég átti frumkvæðið að því,“  sagði Bjarni en hann var vitni í Aurum-málinu í gær þar sem hann var m.a. spurður út í ástæður þess að hann hætti störfum.

Í Fréttablaðinu í dag segir að Bjarni hafi verið á meðal síðustu vitna sem gaf skýrsu í málinu. Eftir það hófst munnlegur málflutningur ákæruvaldsins og verjenda.