Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra stefnir að því að leggja fram í vetur frumvörp sem greiða fyrir því að laða megi að erlenda sérfræðinga til starfa í tækni- og rannsóknarfyrirtækjum hér á landi.

Bjarni ræddi þessi frumvörp á tækni- og hugverkaþingi síðastliðinn föstudag, en  hann sagði að einn liður í að skapa gott umhverfi fyrir tæknigeirann væri að laða til landsins erlenda sérfræðinga.

Þess vegna þyrfti að huga að breytingum á ýmsum sviðum - til að mynda í innflytjenda- og menntamálum, svo þessir fyrrnefndu sérfræðingar sjái sér hag í að flytja til landsins með fjölskyldur sínar.

Efnahags- og fjármálaráðuneytið kæmi þá ti með að rannsaka málið út frá skattalegum forsendum.