Bjarni Benediktsson vill að sérstakur heilbrigðisráðherra taki aftur til starfa í ríkisstjórninni. Þetta kom fram í ávarpi hans á aðalfundi Sjálfstæðisfélagsins í Garðabæ í morgun. Þetta gæti bæði verið þannig að tveir ráðherrar komi í velferðarráðuneytið eða því verði skipt upp. Þá sagðist Bjarna þykja mörg ólík verkefni koma saman í innanríkisráðuneytinu og vill endurskoða fyrirkomulagið þar. Sama sagði hann um atvinnuvegaráðuneytið og vísaði til þeirra málefna sem áður heyrðu undir viðskiptaráðuneytið.

Bjarni sagði skuldamál heimilanna mikið rædd auk mögulegra útfærslna á skattabreytingum.