Í Viðskiptaþættinum á Útvarpi Sögu (99,4) í dag verður rætt við Halldór Benjamín Þorbergsson, hagfræðing hjá Verslunarráði Íslands, um breytingu á námshegðun Íslendinga erlendis en VÍ gerði nýlega könnun á því. Einnig verður rætt við Atla B. Guðmundsson sérfræðing hjá Íslandsbanka um nýtt verðmat þeirra á Össuri.

Í seinni hluta þáttarins verður rætt við tvo bæjarsstjóra, annars vegar Stefaníu Traustadóttur, bæjarstjóra í Ólafsvik og Orra Hlöðversson bæjarstjóra í Hveragerði. Það eru fyrst og fremst atvinnumálin sem verða til umræðu þar.