Bæjarstjórn Kópavogsbæjar hefur samþykkt innkaupareglur til að stuðla að vönduðum og hagkvæmum innkaupum og til að tryggja gæði vöru, þjónustu og verka. Fram kemur í tilkynningu frá bænum að reglurnar taki gildi þann 1.mars næstkomandi. Innkaupareglur Kópavogsbæjar gilda fyrir allar stofnanir, svið og deildir sem rekin eru á vegum bæjarins og þeim skal fylgt við öll innkaup.

Ábyrgð á innkaupum er á hendi viðkomandi sviðstjóra eða deildarstjóra. Innkaupastjóri veitir stofnunum Kópavogsbæjar ráðgjöf og aðstoð um tilhögun innkaupa eftir þörfum. Við innkaup Kópavogsbæjar á hvers kyns aðföngum, þ.e. þjónustu, vörum og verklegum framkvæmdum, verða ákveðnar innkaupaaðferðir notaðar. Ýmist opin eða lokuð útboð, fyrirspurnir, samningar eða pantanir án undangengis útboðs eða fyrirspurnar eða innkaup samkvæmt rammasamningi.

Þá er einnig heimilt að gera samningskaup ýmist með eða án undangenginni útboðsauglýsingu eða í kjölfar hönnunarsamkeppni.