Greiningardeildir bankanna eru farnar að birta afkomuspár sínar fyrir nýhafið ár og smám saman er hlutabréfamarkaðurinn að komast á skrið eftir hægagang yfir hátíðarnar. Í Viðskiptaþáttinn í dag koma tveir sérfræðingar frá greiningardeildum bankanna, þá Atli B. Guðmundsson sérfræðing hjá Greiningu Íslandsbank og Markús Árnason hjá greiningardeild Landsbankans.

Í seinni hluta þáttarins kemur Hjálmar Gíslason einn helsti þekkingarbrunnur okkar Íslendinga um Netið og við förum yfir þróun mála þar, hvað hefur unnist á þessu ári, sigrar og vonbrigði og hvers er að vænta fyrir nýhafið ár.