"Keops hefur eftir átakalegan mánuð fundið sig á ný. Umflöllunin um hlutverk Eriks Ryberg hjá fyrirtækinu er yfirstaðinn og bjart er framundan hjá fyrirtækinu," segir Steven Brooker, sérfræðingur hjá Skandinaviska Enskilda Banken, á vefsíðu danska dagblaðsins Børsen.

Hlutabréf Keops hafa hækkað um 10% síðustu tvo daga í 21,9 danskar krónur, en félagið er að hluta til í eigu Baugs.

"Samsetning stjórnndahóps Keops með þá Ole Vagner, Karsten Poulsen og Michael Rosenvold við yfirstjórnina og síðan með Eric Rylberg yfir fjárfestinga og yfirtöku möguleikum félagsins er sú rétta,? segir Brooker.

"Eitt er kristaltært. Ef fólk þekkir sögu danskra fyrirtækisins ISS, og þó Keops fengi ekki nema helminginn út úr því sem þessir menn gerðu þar verður það samt frábær árangur," segir Brooker.

Áður en fjölmiðlafárið skapaðist í kringum Keops í desember voru hlutabréf félagsins á genginu 25 danskar krónur á hlut, en þegar í ljós kom að Erik Rylberg yrði ekki einn af framkvæmdastjórum félagsins lækkuðu bréfin niður í 20 krónur hluturinn.

Þrátt fyrir allt fjölmiðlafárið í kringum Keops hefur Steven Brooker aldrei misst trúna á Keops.

"Keops tilkynnti í gær að það hyggðist selja eignir í Svíþjóð og bæta við peningahlið félagsins og sama tíma dregur félagið úr starfsemi á Spáni sem dæmi og heldur sig við fjárfestingar á Norðurlöndum um skeið,? sagði Brooker.

Þar með tekur fyrirtækið ákvörðun um rólegt skeið í fjárfestingum á næstunni en getur síðan sett fram fimm ára fjárfestingaáætlun sem mun gera fyrirtækið að mikilvægum fjárfesti á hinu evrópska fasteignamarkaði, segir í frétt á vefsíðu Børsen.