*

fimmtudagur, 28. janúar 2021
Innlent 22. júní 2020 16:32

Bjart yfir höllinni

Gengi 14 félaga hækkaði í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Gengi bréfa Icelandair hækkaði um 7,43%.

Ritstjórn

Fjórtán af þeim tuttugu félögum sem skráð eru á Aðalmarkað kauphallar Nasdaq á Íslandi hækkuðu í 1,8 milljarða króna veltu dagsins. 

Gengi hlutabréfa Icelandair hækkaði mest allra félaga eða um 7,43% í einungis 6 milljóna króna veltu. Gengi bréfa Eimskips hækkaði næst mest, eða um 3% í 48 milljóna króna veltu.

Síminn lækkaði mest allra félaga en þó aðeins um 0,82% í 22 milljóna króna veltu. 

Mesta veltan var með bréf Marels eða um 402 milljónir króna, en bréfin hækkuðu um 2,17% og standa nú í 706 krónum á hlut. Næst mesta veltan var með bréf VÍS sem hækkuðu um 0,95% í 374 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa VÍS er nú 10,59 krónur á hlut. 

Stikkorð: Marel Kauphöll Icelandair Síminn Nasdaq VÍS