Helstu hlutabréfavísitölur hækkuðu í helstu kauphöllum heimsins austanmegin á jarðkringlunni í nótt og í morgun eftir fremur drapra tíð upp á síðkastið. Nikkei-vísitalan í Japan hækkaði um 1,2% og dró úr 3,2% gengisfalli á markaðnum í gær. Svipuðu máli gegnir um aðra markaði í Asíu. Þá hafa helstu vísitölur á meginlandi Evrópu hækkað. Viðsnúningurinn skýrist af yfirlýsingum seðlabankastjóra í Bandaríkjunum og hjá evrópska seðlabankanum að ekki verði dregið úr aðgerðum sem eiga að örva efnahagslíf helstu landa heims.

Reuters-fréttastofan rifjar upp að fjárfestar höfðu varann á sér í síðustu viku þegar þeir töldu sig greina að bandaríski seðlabankinn ætli að draga úr aðgerðunum.