Væntingavísitala Gallup hækkar um rúm 10 stig á milli nóvember og desember, og mælist hún nú 78,6 stig. Greining Íslandsbanka segir að hækkun vísitölunnar milli mánaða sé í takti við það sem Greining hafi búist við, enda sé hér um að ræða fyrstu mælingu frá því að stjórnarflokkarnir kynntu áform um skuldaniðurfellingu.

„Þó er óhætt að segja að hækkunin sé ívið minni en við áttum von á, en lesa má út úr undirvísitölum VVG að tekjulægri hópar hafi átt von á að fá meira út úr aðgerðum stjórnvalda en raunin varð. Engu að síður er þetta jákvæð þróun, og er VVG nú í fyrsta sinn síðan í ágúst síðastliðnum hærri en hún var í sama mánuði fyrir ári. Þetta má sjá í VVG fyrir desembermánuð sem birt var í gær,“ segir Greining.