Alþjóðabankinn hefur endurskoðað spá sína fyrir horfurnar í Kína og telur að landsframleiðsla Kína muni aukast um 8,4% á næsta ári. Fyrri spá gerði ráð fyrir 8,1% aukningu.

Vegna erfiðleika síðustu mánuði í Kína hafa stjórnvöld þar brugðist við með ýmsum aðgerðum til þess að örva hagkerfið. Meðal þeirra aðgerða eru tvær stýrivaxtalækkanir og um 150 milljarða dollara fjárfestingarverkefni til þess að styrkja innviði landsins. Seðlabanki Kína lækkaði einnig bindiskylduhlutfallið þrisvar sinnum til þess að örva banka til þess að auka lánveitingar.

Því er talið að vöxtur hagkerfisins á næsta ári verði að stærstum hluta drifinn af fjárfestingaverkefnum ríkisins.

Spáð er að árið 2012 hafi landsframleiðsla þessa næst-stærsta hagkerfis heims hafi aukist um 7,9% sem er meira en fyrru spár gerðu ráð fyrir en þær hljóðuðu upp á 7,7%.