Sérfræðingar ABG Sundal Collier telja núverandi hlutabréfaverð íslensku fjármálafyrirtækjanna endurspegla vel áhættu þeirra. „Þegar á heildina er litið drógu stjórnendur íslensku félaganna, sem við hittum, upp bjartari mynd en sögusagnir á markaðnum gefa til kynna. Jú, það gæti vissulega komið til niðursveiflu í efnahagslífinu, vöxtur útlána mun verða afar hóflegur, það er mjög erfitt að verða sér úti um fjármagn og útlánatap mun vaxa. En þrátt fyrir það er lausafjárstaðan það sterk að hún tryggir að enginn umræddra aðila þarf að afla sér fjár á lánsfjármörkuðunum fyrr en kemur fram á árið 2009 og menn beina sjónum nú fremur að því að byggja upp innlán og skera niður rekstrarkostnaðinn.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .