Afkomuspá japanska tæknifyrirtækisins Sony gerir ráð fyrir því að hagnaður þess árið 2018 verði 500 milljarðar jena, andvirði um 550 milljarða króna, að því er kom fram á fundi í gær.

Ef spáin rætist verður þetta mesti hagnaður hjá Sony frá árinu 1998 þegar félagið skilaði 520 milljarða jena hagnaði. Það ár skipti velgengni kvikmyndarinnar Men in Black miklu máli sem og sala á MiniDisc geislaspilurunum. Forstjóri fyrirtækisins, Kazuo Hirai, vill leggja meiri áherslu á arðsemi og framleiðni í stað þess að auka tekjur og að fyrirtækið einbeiti sér að sviðum þar sem það hefur forskot á samkeppnina. Þýðir þetta að minni áherslu á að leggja á sjónvörp og meiri áherslu á leikjatölvur eins og PlayStation 4.