Bjartsýni bandarískra neytenda minnkaði í ágústmánuði og mældist væntingarvísitalan 105 stig, samanborið við 111,9 stig í júlí.

Að sama skapi lækkaði vísitalan sem mælir væntingar um ástandið í viðskiptalífinu næstu sex mánuði, úr 138,3 stigum í 130,3 stig.

Niðurstöður könnunarinnar eru byggðar á svörum fimm þúsund heimila í Bandaríkjunum.