Bjartsýni stjórnenda í þýsku viðskiptalífi jókst óvænt í maí eftir að hafa dregist saman í mánuðinum þar á undan.

Væntingarvísitalan, sem tekin er saman af lfo tölfræðistofnuninni, hækkaði úr 101,9 stigum í 103,5 stig á milli mánaða. Væntingar atvinnulífsins til næstu sex mánaða hafa jafnframt aukist.

Þrátt fyrir hátt gengi evru, hækkandi olíuverð og umrótið á evrópskum fjármálamörkuðum, hefur væntingarvísitalan aðeins einu sinni lækkað á milli mánaða á þessu ári.

Hagfræðingur Ifo, Gernot Nerb, sagðist telja viðeigandi að Evrópski seðlabankinn lækkaði hjá sér stýrivexti næstkomandi haust.