Bjartsýni í þýsku viðskiptalífi hefur aukist talsvert síðan í síðasta mánuði. Horfurnar hafa ekki verið betri þar í tæp þrjú ár, samkvæmt væntingarvísitölu Zew-stofnuninnar. Bloomberg-fréttastofan les úr niðurstöðunum efnahagslífið í Þýskalandi sé að komast á réttan kjöl eftir skuldakreppuna á evrusvæðinu.

Vísitalan sem mælir horfur stjórnenda í viðskiptalífinu í Þýskalandi, var 31,5 stig en mælist nú 48,2 stig. Hún hefur ekki verið hærri síðan í apríl árið 2010. Þetta er betri niðurstaða en búist var við en meðalspá Bloomberg hljóðaði upp á 38 stig.

Bloomberg segir niðurstöðuna í takt við spá þýska seðlabankans sem greindi frá því í gær að reiknað sé með því að hagvöxtur muni mælast á þessum ársfjórðungi.