Íslenskir fjármálastjórar eru ekki jafn bjartsýnir á tekjuaukningu næstu 12 mánaða og þeir voru fyrr á árinu. Auk þess minnkar það hlutfall fjármálastjóra sem telur að hagvöxtur muni aukast á næstu tveimur árum, eða úr 81% í 74%. Á heildina litið eru fjármálastjórar þó bjartsýnir gagnvart þróun næsta árs. Þannig telja 59% að EBITDA í fyrirtækjum þeirra muni aukast lítillega næstu 12 mánuði og 74% sjá fram á tekjuaukningu.

Af ytri áhættuþáttum er gengisþróun krónunnar og þróun einkaneyslu meðal þess sem helst gæti haft áhrif á rekstur fyrirtækja að mati fjármálastjóra. Er þetta meðal niðurstaðna úr sjöttu könnun Ráðgjafasviðs Deloitte meðal fjármálastjóra stærstu fyrirtækja á Íslandi sem framkvæmd var í nóvember. Könnunin var sett á laggirnar að fyrirmynd Deloitte á alþjóðavísu og er tilgangur hennar að sýna mat fjármálastjóra á stöðu fyrirtækja og efnahagsumhverfisins. Sendur var spurningalisti til fjármálastjóra 300 stærstu fyrirtækja landsins.

Deloitte könnun
Deloitte könnun
© vb.is (vb.is)