Fyrstu niðurstöður úr hinni alþjóðlegu Grant Thornton skoðanakönnun meðal eigenda fyrirtækja (International Business Owners' Survey - IBOS) um væntingar þeirra til ársins 2005 voru kynntar í dag. Þær sýna að eigendur miðlungsstórra fyrirtækja um heim allan eru mun bjartsýnni á efnahagshorfur nú en fyrir ári.

Mun meiri bjartsýni ríkti á meðal fyrirtækja í 13 af þessum 24 hagkerfum en í fyrra og hlutfall bjartsýni/svartsýni hefur aukist um rúmlega 10% á sama tíma. Þessa tilhneigingu er að finna í öllum löndunum nema þremur, það er í Bandaríkjunum, Rússlandi og á Spáni, en þar hefur hlutfall bjartsýni/svartsýni lækkað um rúmlega 10%. Væntingar um fjárfestingar (nýjar byggingar, verksmiðjur og tækjabúnað) eru mikilvæg vísbending um styrk til náinnar framtíðar litið en þær eru nú hærri en nokkru sinni fyrr í sögu alþjóðlegu Grant Thornton skoðanakönnunarinnar, auk þess sem þær hafa ekki verið hærri innan ESB-ríkja síðan 2001.

Þrátt fyrir almenna og mikla bjartsýni hefur hryðjuverkaógnin þó engu að síður haft áhrif á skoðanir eigenda fyrirtækjanna. Nær þriðjungur eigenda fyrirtækja (29%) í könnuninni allri sagði að hryðjuverkastarfsemi hefði gert þá svartsýnni en áður um efnahaginn. Þetta var einna helst áberandi í Mexíkó (53%), á Spáni (49%), á Taívan (42%), í Póllandi (37%), í Tyrklandi (36%), á Ítalíu (35%), í Japan (35%), í Þýskalandi (34%), í Hollandi (31%), í Bandaríkjunum (31%) og í Rússlandi (29%).
Guðmundur Snorrason, endurskoðandi og einn af eigendum Grant Thornton, sagði: ?Hryðjuverkastarfsemi hefur augljóslega haft mikil áhrif á skoðanir viðskiptamanna um heim allan. Mun meiri bjartsýni ríkir þó engu að síður í viðskiptaheiminum nú en á sama tíma í fyrra.

?Bandaríkin sem eru stærsta hagkerfi heims hafa nú ef til vill náð hátindi efnahagssveiflunnar að sinni. Þar ríkir umtalsverð bjartsýni en hún hefur engu að síður fallið úr +78% í +62%. Það sljákkar nokkuð í Bandaríkjamönnum en á sama tíma verða menn jákvæðari annars staðar í heiminum. "