Samkvæmt könnun sem Samtöku atvinnulífsins stóðu fyrir á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrirtækja á Íslandi, í samstarfi við Seðlabanka Íslands, sem framkvæmd var af Capacent, er aukin bjartsýni hjá stjórnendum 400 stærstu fyrirtækja landsins.

Samkvæmt könnun Capacent hafa orðið miklar breytingar til hins betar að mati stjórnenda á núverandi aðstæðum í atvinnulífinu og telja mun fleiri að þær batni á næstu sex mánuðum en að þær versni.

Nægt framboð er af starfsfólki, enginn skortur er af starfsmönnum í verslun en helst skortir starfsmenn í iðnaði- og byggingarstarfsemi. Fleiri fyrirtæki áforma fjölgun starfsmanna en fækkun næstu sex mánuði. Hins vegar á heildina litið gera þau ráð fyrir óbreyttum starfsmannafjölda þar sem færri fyrirtækin gera ráð fyrir fækkun starfsmanna.

Stjórnendur vænta að jafnaði 3% verðbólgu næstu 12 mánuði.

Könnunin er gerð ársfjórðungslega. Einföld könnun með sjö spurningum var gerð að þessu sinni á tímabilinu 12. maí til 5. júní. Í úrtakinu svöruðu menn fyrir hönd 248 stærstu fyrirtækja landsins af 404 mögulegum svo svarhlutfall var 61,4%.