"Ég er mjög ánægður með hagnaðarmyndun samstæðunnar á ársfjórðungnum. Tekjur samstæðunnar af erlendum vettvangi námu 15% af hreinum rekstrartekjum, en sambærilegt hlutfall fyrir ári síðan var 6%. Fyrir rétt um einu og hálfu ári síðan setti bankinn sér markmið um að helmingur tekna samstæðunnar kæmu erlendis frá innan fjögurra ára og sé ég ekki annað en að bankinn muni ná því markmiði," segir Halldór J. Kristjánsson bankastjóri Landsbankans.

Moody's hækkaði lánshæfismat bankans í mars og var það mjög ánægjulegt og mikilvægt fyrir bankann þar sem greiður aðgangur að alþjóðlegum lánamarkaði er sífellt mikilvægari í vaxandi innlendri og erlendri starfsemi Landsbankans.""