Jóhann Grétarsson, forstjóri snjallkortafyrirtækisins Curron, er mjög bjartsýnn á framtíð fyrirtækisins, enda segir hann að í burðarliðnum sé fjöldi samninga. „CTS lausnin er tilvalin fyrir gesta- og íbúakort í einstökum sveitarfélögum eða á stærri svæðum. Sveitarfélög á ákveðnum landshlutum eru að skoða með upptöku sameiginlegs íbúakorts og gestakorts fyrir svæðið í heild. En rafrænir eiginleikar kortsins opna á og auðvelda mjög samstarf milli sveitarfélaganna.

Lausnin opnar fyrir möguleika á að sveitarfélögin geti svo skipt tekjum á milli sín eftir notkun á hverjum stað. Þá er lausnin sömuleiðis tilvalin fyrir náttúrupassann, enda býður hún upp á að notendur kaupi sér aðgang að meiri þjónustu en bara aðgangi að náttúruminjum. Rafrænn passi tryggir aðgang með einföldum hætti að náttúruperlum og gerir gjaldskúra óþarfa.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .