Vefurinn bjartsyni.is var formlega opnaður í dag. Markmið hans er að koma á framfæri jákvæðum sögum, hugmyndum og ábendingum úr íslensku atvinnulífi.

Það var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem opnaði vefinn við sérstaka athöfn í hádeginu.

Hópur fyrirtækja, stofnana og einstaklinga stendur að vefnum.

Í tilkynningu segir að á vefnum séu eingöngu góðar og uppbyggilegar sögur og fréttir.