Tryggvi Þór Herbertsson prófessor segist vera bjartsýni en spár fjármálaráðuneytisins ganga út frá varðandi endurheimtur á bankabréfum smærri fjármálafyrirtækja. Þar munar 100 milljörðum króna á spá Tryggva og ráðuneytisins.

Tryggvi tók fram að í útreikningum sínum, sem hann opinberaði í Kastljósi í gær, sé þetta eina dæmið um að hann gefi sér forsendur.

Hreinar skuldir ríkisins, þ.e. skuldir að frádregnum eignum, eru tæplega 466 milljarðar króna að mati Tryggva Þ. Þetta er um 33% af áætlaðri landsframleiðslu þessa árs, vel viðráðanleg staða að mati Tryggva og eigi verra til langs tíma en hjá mörgum erlendum þjóðum. Matið er nokkuð lægra en það sem fjármálaráðuneytið birti í lok janúar síðastliðinn en það var mat ráðuneytisins þá að hreinar skuldir ríkissjóðs yrðu 563 milljarða  í lok árs 2009.

Tryggvi segir að hann trúi því að endurheimtur vegna bankabréfa smærri fjármálafyrirtækja verði betri en gert var ráð fyrir þar sem öll fyrirtækin að undanskyldum Sparisjóðsbankanum hefðu veitt tryggingar. Skuldir þessara félaga við Seðlabankann námu um 300 milljörðum króna.

Hér má sjá viðtalið við Tryggva í Kastljósi.