Dani Johnson varð milljónamæringur á tveimur árum. Vefsíðan Forbes.com segir frá sögu hennar sem þykir ótrúleg en þegar hún var 21 árs bjó hún í bílnum sínum og vann sem þjónustustúlka á bar á Havaí.

Hún átti erfitt uppdráttar í æsku. Foreldrar hennar voru í mikilli áfengis- og vímuefnaneyslu þegar hún var lítil og vanræktu hana mikið.

Þegar hún var 21 árs, heimilislaus og svaf í bílnum sá hún loks ljósið. Hún fann megrunarprógramm aftur í bílnum sem hún ætlaði alltaf að nota en gafst upp á. Dag einn leit hún aftan á pakkann og þá datt henni í hug hvort hún gæti ekki selt prógrammið á Havaí.

Hún græddi 250 þúsund dollara fyrsta árið. Hún græddi eina milljón dollara árið eftir og opnaði átján stöðvar sem seldu megrunarprógrammið um öll Bandaríkin. Hún seldi síðan fyrirtækið 1996 og græddi milljónir dollara.