Ekki náðist samkomulag um að halda áfram framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar (Strandarheiði – Njarðvík) á fundi Vegagerðarinnar, Jarðvéla og undirverktaka síðdegis í dag, segir í fréttatilkynningu.   Því er ljóst að bjóða verður verkið út að nýju. Þegar hefur verið hafin vinna við undirbúning útboðs. Þess má vænta að verkið verið boðið út eftir 6-8 vikur.   Verklok voru áætluð í júli 2008 en nú er reiknað með að verklok verði undir lok ársins.