Sparisjóðirnir bjóða viðskiptavinum sínum með erlend lán að greiða fasta 5.000 króna afborgun á hverja milljón á mánuði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem sparisjóðirnir hafa sent frá sér.

Þar segir að á meðan óvissa ríkir um lögmæti lána í erlendri mynt bjóða Sparisjóðirnir viðskiptavinum sínum, sem hafa erlend langtímalán með veði í íbúðarhúsnæði, að greiða til bráðabirgða fasta 5.000 króna afborgun af hverri milljón upphaflegs höfuðstóls, á mánuði. Þetta gildir þar til óvissu um lögmæti lánanna er eytt og hægt verður að reikna stöðu, afborganir og vexti með fullri vissu.